1) Skrá inn á Admin hliðina (Upprifjun varðandi hvernig skipt er frá starfsmannahlið yfir á admin: https://help.learncove.io/en/articles/83440-if-i-both-have-access-as-a-learner-and-as-a-teacher-how-do-i-navigate-between-these-accounts)
2) Opna flipann Nemendur/Starfsmenn í vinstri stikunni, veljið starfsmanninn sem á við, smellið á Viðurkenningarskjöl og velja Hlaða inn skírteini
3) Veldu hvenær skírtenið var gefið út og hver titillinn á því ætti að vera
4) Ef við á þá er hægt að bæta inn yfirlýsingunni sjálfri, einnig hægt að sleppa því. Hægt að merkja síðan hversu lengi þessi skráning gildir, í þessu tilfelli valdi ég að hún er í gildi í 1 ár.
5) Hér er hægt að velja hvort áminning eigi að vera send þegar yfirlýsingin er að renna úr gildi, ég valdi í þessu dæmi 15 daga áður en yfirlýsingin er orðin úreld. Að lokum er heilsufarslýsing valin sem leitarskilyrði þannig einfalt sé að sækja yfirlit yfir hvaða starfsmenn eru með virkar heilsufarslýsingar.
Að lokum smella á "Vista"
6) Undir flipanum Viðurkenningarskjöl ætti nú þessi nýja skráning að birtast með yfirlit yfir skráningardag og hvenær skráningin rennur úr gildi
7) Með þvi að smella á Nemendur/starfsmenn í vinstri stikunni og velja svo Viðurkenningarskjöl er hægt að fá yfirlit yfir virk skírtieini hjá mismunandi starfsfólki. Einnig er hægt að leita út frá ólíkum leitarskilyrðum með því að smella á Bæta inn síu
8) Í þeirri sýn er hægt að framkalla t.d. yfirlit yfir alla sem verða með útrunna heilsufarsyfirlýsingu næsta mánuðinn







