Skip to main content

Leiðbeiningar varðandi úrbótaáætlun

Adalheidur Hreinsdottir avatar
Written by Adalheidur Hreinsdottir
Updated over a year ago

Til að stilla upp úrbótaáætlun í LearnCove er hægt að gera eftirfarandi.

1) Skrá sig inn á Admin hlið kerfisins (Teacher). Ef maður er skráður inn starfsmanna (Learner) megin eins og er er hægt að flytja sig á milli með því að smella á þrjú strik uppi í hægra horninu og velja fellilistann sem er með nafnið á fyrirtækinu þínu

2) Smella á Hópar / Námskeið í vinstri stikunni, leita að úrbótaáætlun ef það var nú þegar búið að búa til kubbinn sem heldur utan um þær, smella svo á kubbinn sem inniheldur áætlanirnar


3) Velja árið sem á við


4) Til að búa til nýjar úrbætur er hægt að smella á "Búa til nýja lotu"


5) Hér er útskýrt hvað úrbæturnar snúast um og smellt á Búa til - Búa til og opna lotuna


6) Því næst bætum við verkefnum fyrir úrbæturnar

7) Veljum tegundina "Verkefni" þannig hægt verði að skila inn myndum, textalýsingu, myndböndum eða öðru sem á við þegar verkefninu er lokið


8) Lýsum því um hvað verkefnið snýst


9) Opnum verkefnið sem varð til


10) Skrunum neðar í verkefnasýninni og veljum tímaramma þar sem þetta verkefni úr úrbótunum á að vera sýnilegt í dagatalinu. Lokadagsetningin er dagsetningin sem þarf að vera búið að ljúka þessu verkefni. Ath. það er hægt að uppfæra þennan tímaramma eftir á ef þarf að lengja skilafresti.


11) Farðu til baka í fyrri sýn með því að nota brauðmolana



12) Bættu við öllum verkefnum sem snúa að þessum úrbótum og tímasetningum sem eiga við hvern hluta þess


13) Þessi verkefni munu birtast í dagatalinu á starfsmannahliðinni hjá þeim sem eru skráðir á úrbótaáætlunina þegar upphafsdagurinn nálgast









Did this answer your question?